Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum

Illugi Gunnarsson alþingismaður
Illugi Gunnarsson alþingismaður mbl.is/Golli

„Ég tel heppi­legra að alþing­is­menn sitji ekki í stjórn­um sjóða bank­anna,“ sagði Ill­ugi Gunn­ars­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins í Silfri Eg­ils en Ill­ugi sat í stjórn Glitn­is sjóða hf.

Glitn­ir sjóðir hf. var upp­runa­lega stofnað árið 1994 og nefnd­ist þá Rekstr­ar­fé­lag VÍB hf. Glitn­ir sjóðir hf. var sér­hæft fé­lag á sviði eign­a­stýr­ing­ar og sá meðal ann­ars um rekst­ur Verðbréfa­sjóða Glitn­is,
Fjár­fest­ing­ar­sjóða Glitn­is og Fag­fjár­festa­sjóðs Glitn­is, en varsla sjóðanna var hjá Glitni banka hf.

Í kjöl­far hruns bank­anna og yf­ir­töku rík­is­ins á þeim, rík­ir mik­il óvissa um inn­eign­ir sem þúsund­ir Íslend­inga eiga í sjóðunum.

Ill­ugi Gunn­ars­son upp­lýsti að hann hefði velt því al­var­lega fyr­ir sér hvort hann ætti að sitja áfram í stjórn sjóðanna eft­ir að hann var kjör­inn á Alþingi en Ill­ugi sat þar áður en hann tók við þing­mennsku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert