„Ég tel heppilegra að alþingismenn sitji ekki í stjórnum sjóða bankanna,“ sagði Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Silfri Egils en Illugi sat í stjórn Glitnis sjóða hf.
Glitnir sjóðir hf. var upprunalega stofnað árið 1994 og nefndist þá Rekstrarfélag VÍB hf. Glitnir sjóðir hf. var sérhæft félag á sviði eignastýringar og sá meðal annars um rekstur Verðbréfasjóða Glitnis,
Fjárfestingarsjóða Glitnis og Fagfjárfestasjóðs Glitnis, en varsla sjóðanna var hjá Glitni banka hf.
Í kjölfar hruns bankanna og yfirtöku ríkisins á þeim, ríkir mikil óvissa um inneignir sem þúsundir Íslendinga eiga í sjóðunum.
Illugi Gunnarsson upplýsti að hann hefði velt því alvarlega fyrir sér hvort hann ætti að sitja áfram í stjórn sjóðanna eftir að hann var kjörinn á Alþingi en Illugi sat þar áður en hann tók við þingmennsku.