Ráðherrar funda um Ísland

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun funda með starfsbræðrum sínum á …
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, mun funda með starfsbræðrum sínum á Norðurlöndunum í Helsinki á morgun. mbl.is/Golli

For­sæt­is­ráðherr­ar Norður­land­ann­anna fimm munu halda sér­stak­an fund á morg­un á Norður­landaráðstefn­unni, sem fram fer í Finn­landi, til að ræða fjár­málakrepp­una og leiðir til bregðast við henni.

AFP-frétt­stof­an grein­ir frá því að Geir H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra hafi óskað eft­ir fund­in­um.

Fram hef­ur komið í fjöl­miðlum að Norður­lönd­in séu reiðubú­in að bjóða ís­lensk­um stjórn­völd­um fjár­hagsaðstoð. 

Sem hafa sem kunn­ugt er hafa ís­lensk stjórn­völd óskað form­lega eft­ir láni frá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum. Upp­hæð láns­ins mun nema ríf­lega tveim­ur millj­örðum Banda­ríkja­dala. Stefnt verður að því að end­ur­greiða lánið á ár­un­um 2012 til 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka