Gjóður eða Pandion haliaetus, sem er stór evrópskur og n-amerískur ránfugl, gerði sig heimakominn um borð í Arnari HU1 í síðasta túr þar sem skipið var að veiðum á Melsekk vestur af landinu. Settist hann á skipið og var handsamaður þar enda aðframkominn af þreytu.
Fljótlega eftir að Arnar kom í land með fuglinn var honum sleppt að ráði Ævars Petersen fuglafræðings sem telur ekki ólíklegt að hér sé um sama fugla að ræða og sást í Hafnarfirði 22. september og greint var frá í Morgunblaðinu. Gjóðurinn varð frelsinu feginn og tók strax flugið en virtist nokkuð stirður fyrstu vængjatökin enda búinn að vera í búri um borð í Arnari í tvær vikur.