Sjaldgæfur fugl um borð í Arnari HU

Gjóðurinn er fallegur fugl og var hinn sprækasti eftir veruna …
Gjóðurinn er fallegur fugl og var hinn sprækasti eftir veruna um borð í Arnari. mbl.is/Ólafur Bernódusson

Gjóður eða Pandi­on halia­etus, sem er stór evr­ópsk­ur og n-am­er­ísk­ur rán­fugl, gerði sig heima­kom­inn um borð í Arn­ari HU1 í síðasta túr þar sem skipið var að veiðum á Mel­sekk vest­ur af land­inu. Sett­ist hann á skipið og var hand­samaður þar enda aðfram­kom­inn af þreytu.

Hresst­ist við að fá fisk að éta

Fljót­lega eft­ir að Arn­ar kom í land með fugl­inn var hon­um sleppt að ráði Ævars Peter­sen fugla­fræðings sem tel­ur ekki ólík­legt að hér sé um sama fugla að ræða og sást í Hafnar­f­irði 22. sept­em­ber og greint var frá í Morg­un­blaðinu. Gjóður­inn varð frels­inu feg­inn og tók strax flugið en virt­ist nokkuð stirður fyrstu vængja­tök­in enda bú­inn að vera í búri um borð í Arn­ari í tvær vik­ur.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert