Skíðasvæðið opnað á Dalvík

mbl.is/Óskar Óskarsson

„Það er fín mæting og eiginlega mesta furða miðað við fyrstu opnun og lítinn sem engan fyrirvara,“ segir Óskar Óskarsson formaður Skíðafélags Dalvíkur. Skíðasvæði Dalvíkinga í Böggvisstaðafjalli var opnað á fjórða tímanum í dag en snjó hefur kyngt niður nyrðra síðustu daga.

„Hér er allt á kafi, líklega hefur snjóað hér í logni ca. 60 sentimetra. Starfsmenn svæðisins hafa verið að síðasta sólarhring við að troða brekkur og allt er klárt,“ segir Óskar.

„Frá því að við fengum snjókerfið fyrir 2 árum þá höfum við miðað við að opna skíðasvæðið í bryjun desember. Það hefur gengið eftir þetta er nánast eins og í lygasögu. við erum rúmum mánuði á undan. En hvað það helst svo lengi, það veit maður ekki. En er á meðan er,“ segir Óskar Óskarsson.

mbl.is/Óskar Óskarsson
mbli.is/Óskar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert