Ánægður en málinu ekki lokið

Geir H. Haarde ræðir við blaðamenn í Helsinki í dag.
Geir H. Haarde ræðir við blaðamenn í Helsinki í dag. norden.org/Johannes Jansson

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagðist síðdeg­is vera ánægður með fund sem hann átti með öðrum nor­ræn­um for­sæt­is­ráðherr­um í Hels­inki í dag um lána­fyr­ir­greiðslu frá seðlabönk­um hinna Norður­land­anna. Mál­inu sé hins veg­ar ekki lokið.

For­sæt­is­ráðherr­ar ákváðu á fund­in­um að að aðstoða Ísland í efna­hagserfiðleik­un­um. Hins var ákveðið að fela starfs­hópi nor­rænna emb­ætt­is­manna, að fylgj­ast með fram­gangi stöðug­leika­áætl­un­ar Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins um Ísland. Segj­ast ráðherr­arn­ir í yf­ir­lýs­ingu muni  styðja þessa áætl­un þegar hún kem­ur til um­fjöll­un­ar í stjórn Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Geir upp­lýsti á blaðamanna­fundi í Hels­inki í dag, að óskað hefði verið form­lega eft­ir lána­fyr­ir­greiðslu hjá nor­rænu seðlabönk­un­um. Málið var síðan til umræðu á fundi for­sæt­is­ráðherr­anna. Norska blaðið Af­ten­posten seg­ir ekki ljóst hvað kunni að fel­ast í aðgerðum, sem Norður­lönd­in grípi til vegna Íslands og for­sæt­is­ráðherr­arn­ir hafi ekki náð niður­stöðu um fjár­hæðir.  

Blaðið hef­ur eft­ir Geir að hann sé ánægður með að starfs­hóp­ur­inn hafi verið stofnaður og einnig með yf­ir­lýs­ing­ar starfs­bræðra sinna. Hann neit­ar því að það hafi valdið hon­um von­brigðum, að ekki feng­ust ákveðin svör á fund­in­um í dag. 

„Ég þrýsti hvorki á nor­ræna starfs­bræður mína né nor­rænu seðlabank­ana," hef­ur blaðið eft­ir hon­um.

Í yf­ir­lýs­ingu fund­ar­ins seg­ir, að nor­rænu for­sæt­is­ráðherr­arn­ir hafi lagt áherslu á að seðlabank­ar Norður­landa hafi þegar gert samn­ing um gjald­miðlaskipti við Seðlabanka Íslands og verið upp­lýst­ir um að aft­ur hafi verið farið fram á slík skipti við nor­rænu seðlabank­ana. Tekið er fram að Finn­land sé hluti af Evru-svæðinu, en í sam­starfi við önn­ur nor­ræn ríki.

„Þessi ráðstöf­un, ásamt þeim áform­um ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar að leita einnig eft­ir lán­um frá öðrum seðlabönk­um, eru mik­il­væg­ar aðgerðir til að efla til­trú á frek­ari aðlög­un­araðgerðir Íslend­inga. Í sam­ræmi við for­send­ur Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðins styðjum við viðleitni Íslend­inga til að breyta efna­hags­kerf­inu og snúa aft­ur á braut sjálf­bærs hag­vaxt­ar með veru­legri aðlög­un fjár­mála­kerf­is­ins, að lækk­un á er­lendri skulda­stöðu og trú­verðuga fjár­mál­s­tefnu til lengri tíma. Til að ná þessu þarf að setja fram viðamikla um­gjörð um efna­hags­stefn­una til næstu ára," seg­ir síðan.

Nor­rænu for­sæt­is­ráðherr­arn­ir sitja í kvöld fund með leiðtog­um Eystra­salts­ríkj­anna og þeir halda sam­eig­in­leg­an blaðamanna­fund á morg­un.

Til­kynn­ing nor­ræna for­sæt­is­ráðherra­fund­ar­ins

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka