Ekki allt kolsvart á Íslandi

Martin Skancke.
Martin Skancke. mbl.is/hag

Norski emb­ætt­ismaður­inn Mart­in Skancke, sem fór fyr­ir norskri sendi­nefnd í Íslands­heim­sókn í síðustu viku, seg­ir við Af­ten­posten, að þótt staðan sé erfið í ís­lensk­um efna­hags­mál­um sé ekki allt kol­svart. 

„Íslend­ing­ar upp­lifa stöðuna sem al­var­lega og marg­ir hafa tapað spari­fé. En fjár­mál rík­is­ins eru í góðu ásig­komu­lagi," seg­ir Skancke og vís­ar til þess að það sé af­gang­ur af rekstri rík­is­ins og at­vinnu­leysi sé lítið.

Jens Stolten­berg, for­sæt­is­ráðherra Nor­egs, sagði við norska fjöl­miðla í gær áður en hann hélt á fund Norður­landaráðs í Hels­inki í Finn­landi, að miki­vægt væri að fram­lengja og auka þann aðgang, sem Ísland hef­ur hjá norska seðlabank­an­um. Gjald­eyr­is­skipta­samn­ing­ur, sem seðlabank­ar land­anna gerðu í maí, renn­ur að óbreyttu út um ára­mót.  

Stolten­berg seg­ir að það hafi verið mun heppi­legri niðurstaða að Ísland fékk lán hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum en að Rúss­ar hefðu veitt lán, eins og rætt hef­ur verið um.

„Ég tel að það sé mun betri lausn að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn geri samn­ing sem geti verið grund­völl­ur sem nor­rænu lönd­in byggja á. Það er mun traust­ara og betra en að eitt land veiti allt lánið," seg­ir Stolten­berg við Af­ten­posten og und­ir­strik­ar mik­il­vægi nor­rænn­ar sam­vinnu.

Skancke seg­ir, að ís­lenski seðlabank­inn þurfi að byggja upp trú­verðug­leika og því megi búi­ast við að norski seðlabank­inn geri nýja gjald­eyr­is­skipta­samn­inga við ís­lenska bank­ann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert