Ekki tímabært að ræða um ESB

Geir H. Haarde á blaðamannafundi í Helsinki í dag.
Geir H. Haarde á blaðamannafundi í Helsinki í dag. norden.org/Johannes Jansson

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á blaðamanna­fundi í Hels­inki í dag, að ekki væri tíma­bært að ræða hugs­an­lega aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu fyrr en eft­ir að búið væri að leysa þá erfiðleika sem nú væri við að glíma.

„Við erum að reyna að leysa raun­veru­leg vanda­mál nú, í rík­is­stjórn­inni, á Alþingi, í bönk­un­um og fyr­ir­tækj­um," hef­ur AFP frétta­stof­an eft­ir Geir.

Tals­vert er fjallað um hugs­an­lega aðild­ar­um­sókn Íslend­inga í evr­ópsk­um frétt­um í dag en skoðana­könn­un Frétta­blaðsins, sem sýn­ir að um 70% þátt­tak­enda vill að sótt verði um aðild að ESB og myntsam­starfi Evr­ópu, hef­ur vakið at­hygli.

AFP hef­ur eft­ir Gunn­ari Har­alds­syni, for­stöðumanni Hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands, að Evr­ópu­mál og evr­an teng­ist fjár­málakrepp­unni með bein­um hætti. 

„Íslend­ing­ar eru að fyll­ast efa­semd­um um krón­una. Vax­andi fjöldi tel­ur að eina lausn­in sé að eiga sam­starf við önn­ur lönd í stað þess að vera ein­ir á báti," seg­ir hann. Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, lýsti svipaðri skoðun í Hels­inki í dag.

Gunn­ar seg­ir, að lík­ur séu á því að sú breyt­ing, sem orðið hafi á af­stöðu Íslend­inga sé lík­lega var­an­leg. Hann bend­ir á að jafn­vel sjó­menn, sem til þessa hafi verið al­ger­lega and­víg­ir ESB-aðild, hafi dregið úr and­stöðu sinni og hvetji til auk­ins gjald­eyr­is­stöðug­leika.

Svo virðist sem afstaða Dana til evr­unn­ar sé einnig að breyt­ast. Dan­ir höfnuðu upp­töku evru árið 2000. Dan­ir hafa hins veg­ar lent í erfiðleik­um vegna krón­unn­ar og seðlabanki lands­ins hef­ur hækkað vexti til að hamla gegn gjald­eyr­is­flótta. And­ers Fogh Rasmus­sen, for­sæt­is­ráðherra, sagði ný­lega að nú sé ljóst hve það geti verið skaðlegt að standa utan við evru­svæðið í ástandi eins og nú ríki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert