Um 120 manns úr björgunarsveitum Slysavarnasveitarinnar Landsbjargar leituðu enn skömmu fyrir miðnætti í grennd við Grunargerði að unglingum sem hugsanlega hefðu verið í skúrnum þar sem gaskútur sprakk.
Að sögn Dagbjarts Brynjarssonar hjá Landsbjörg var þetta gert til öryggis en ekki vegna þess að vissa væri fyrir því að fleiri unglingar væru slasaðir en þegar var vitað um. Leitað var á svæði með kílómetra radíus frá skúrnum.