Viðræður Rússa og Íslendinga um hugsanlega lánveitingu Rússa til Íslendinga standa enn yfir samkvæmt upplýsingum Alexei Kudrin, fjármálaráðherra Rússlands. Áður hafði verið greint frá því í nokkrum rússneskum fjölmiðlum að Rússar hefðu hafnað beiðni Íslendinga um lán. Þetta kemur fram á fréttavefnum Novosti.
„Viðræðurnar halda áfram,” segir Kudrin og bætir því við að litið sé jákvæðum augum á beiðni Íslendinga um lán en að ákvörðun verði ekki tekin fyrr en að viðræðum loknum.