Hannes vill leggja sitt að mörkum við uppbyggingu

Hannes Smárason.
Hannes Smárason. mbl.is/Golli

Hannes Smárason, fyrrverandi forstjóri FL Group, sagði í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að hann ætli að leggja sitt fé í að byggja Ísland upp að nýju. Óhætt sé að segja, að of hratt hafi verið farið í útrás íslenskra fyrirtæka og fyrirtæki hafi verið stækkuð án nægilegrar undirbyggingar.

Hannes sagði að illa væri komið fyrir þjóðinni og allir yrðu að leggjast á sveifina og koma henni á fæturna aftur. Hann hefði allar eignir sínar undir í því verkefni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka