Húsfyllir í Iðnó - hiti í fundargestum

Hluti fundargesta í Iðnó í kvöld.
Hluti fundargesta í Iðnó í kvöld. mbl.is/Golli

Það komust færri að en vildu á opin borg­ar­a­fund sem var hald­inn í Iðnó í Reykja­vík í kvöld, en fund­ur­inn hófst kl. 20. Mjög heit­ar umræður spunn­ust og um miðjan fund­inn voru gerð hróp og köll að þeim 10-12 alþing­is­mönn­um, sem voru mætt­ir, er þeir voru beðnir um að koma upp á svið til að svara spurn­ing­um fund­ar­gesta.

Lilja Móses­dótt­ir hag­fræðing­ur var einn frum­mæl­enda á fund­in­um í kvöld. Hún lýsti yfir veru­leg­um áhyggj­um yfir þeim skil­yrðum sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn muni setja fyr­ir því láni sem ís­lensk stjórn­völd hafa óskað eft­ir. Hún seg­ir að þau skil­yrði hvíli þungt á sér. Ástæðan er sú að í skil­yrðum IMF er talað um aðhalds­sama stjórn pen­inga­mála, sem þýði á mæltu máli vaxta­hækk­un.

Hún sagði að vaxta­hækk­un sé al­gengt viðbragð IMF þó vitað sé að vaxta­hækk­un auki fjár­málakrepp­una. Hún bend­ir á að vaxta­hækk­un norskra stjórn­valda í kjöl­far bankakrepp­unn­ar þar hafi leitt til auk­inn­ar kreppu. Fleiri fyr­ir­tæki hafi orðið gjaldþrota og fleiri hafi orðið at­vinnu­laus­ir. 

Hún óttaðist einnig mikið geng­is­fall krón­unn­ar þegar hún fer aft­ur á flot.

Aðrir frum­mæl­end­ur á fund­in­um voru Ein­ar Már Guðmunds­son rit­höf­und­ur, Björg Eva Er­lends­dótt­ir blaðamaður og Vil­hjálm­ur Bjarna­son viðskipta­fræðing­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert