Hvatning er ekki nóg

Það þarf að skapa aðstæður til að útflytjendur vilji flytja gjaldeyri heim, segir Friðrik Már Baldursson prófessor sem fór fyrir íslensku samninganefndinni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hann segir ekki nóg að höfða bara til ábyrgðarkenndar. Geir H. Haarde skoraði á útflytjendur að koma með gjaldeyri heim í íslenska þjóðarbúið á föstudag.

Bjarni Benediktsson, alþingismaður, vildi vita hvort það væri einhver hvati fyrir útflytjendur að koma með gjaldeyri heim. Hættan væri sú að þessi gjaldeyrir brynni upp á verðbólgubálinu. Friðrik Már svaraði því til að meðan raunvextir væru neikvæðir væri sá hvati ekki fyrir hendi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert