Icesave getur haft áhrif á IMF

Það verður bara að koma í ljós, sagði Ásmundur Stefánsson sem fór fyrir viðræðum við bresku samninganefndina vegna Icesavereikningana, þegar hann var spurður hvort uppgjör vegna þeirra myndi hafa áhrif á endanlega útkomu í samningaviðræðum Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.  Þetta kom fram á opnum nefndarfundi með efnahags og skattanefnd alþingis í dag

Ráðamenn hafa neitað því að að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setji sem skilyrði fyrir láninu til Íslands að Icesave reikningarnir verði gerðir upp. Komið hefur fram að stjórn sjóðsins vilji að þau mál séu í farvegi sem báðir geti sætt sig við. Viðræður hafa legið niðri meðan drögin að lánasamningi voru kynnt hér á landi.

Ásmundur Stefánsson útilokar hinsvegar ekki að samkomulag við IMF kunni að ráðast að því hvernig Íslendingar vinni úr ágreiningi við aðrar þjóðir vegna innlánsreikninganna.  .

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert