Norðurlönd eiga að styðja Ísland

Þing Norðurlandaráðs var sett í Helsinki í morgun.
Þing Norðurlandaráðs var sett í Helsinki í morgun. norden.org/Johannes Jansson

Norðurlönd eiga ekki að sætta sig við, að bresk stjórnvöld beiti hryðjuverkalögum gegn norrænu fyrirtæki. Þetta sagði  Kári P. Højgaard, formaður Vestnorræna ráðsins, á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki í dag.

Kári benti á, að norrænu ríkin eru réttarríki og þróuð lýðræðisríki og þegar þau lendi í deilum við önnur lönd eigi að leysa þær við samningaborðið eða í versta fallir fyrir dómstólum.

Hann sagði einnig, að fjármálakreppan, sem riðið hefur yfir heimsbyggðina, hafi bitnað sérstaklega á Íslandi. Hvatti Kári öll Norðurlönd til að styðja Ísland í baráttunni fyrir að koma á efnahagslegum stöðugleika að nýju. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert