Norrænir ungliðar lýsa stuðningi við Ísland

Norðurlandaráðsþing æskunnar, sem haldið var í Esbo í Finnlandi, lýsir samstöðu með Íslandi og gagnrýnir bresku ríkisstjórnina harðlega.

„Áhrif fjármálakreppunnar á íslenska samfélagið, sýnir fram á þörfina fyrir norræna samstöðu. Stöndum við ekki saman á krepputímum, er engin ástæða til að standa saman á friðartímum,” segir m.a. í yfirlýsingu fundar ráðsins.

Þá er gagnrýnd samþykkt bresku ríkisstjórnarinnar um að nýta hryðjuverkalöggjöf, þegar eignir Landsbankans voru frystar.

„Norðurlandaráð æskunnar fordæmir ófyrirgefanlegar aðgerðir bresku ríkisstjórnarinnar gagnvart íslensku þjóðinni og hvetur Norðurlöndin til að beita bresku ríkisstjórnina þrýstingi.”

Um 60 fulltrúasamtök eiga fulltrúa í Norðurlandaráði æskunnar. Ráðið fundar árlega dagana áður en Norðurlandaráðsþing hefst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert