Prins Polo á þrotum?

Mögu­legt er, að pólska súkkulaðikexið Prince Polo verði ekki fá­an­legt hér á landi í ein­hvern tíma. Seg­ir Ásbjörn Ólafs­son ehf., sem flyt­ur kexið inn, að ástæðuna megi rekja til fjár­málakrepp­unn­ar hér á landi.

Í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu seg­ir að frá því það hóf að flytja Prince Polo inn frá Póllandi um miðjan sjötta ára­tug síðustu ald­ar hafi aðeins einu sinni gerst að „þjóðar­sæl­gæti“ Íslend­inga seld­ist upp. Það var í upp­hafi ní­unda ára­tug­ar­ins þegar verk­föll Sam­stöðu lömuðu allt efna­hags­líf í Póllandi. Mikið fát hafi orðið í versl­un­um þegar Prince Polo kom loks aft­ur til lands­ins og biðraðir mynd­ast þegar kexið varð aft­ur fá­an­legt.

„Í gegn­um all­ar þær efna­hags­lægðir sem komið hafa frá því á sjötta ára­tugn­um þá hafa aðstæður hér á landi aldrei orðið þess vald­andi að Prince Polo selj­ist upp á Íslandi. Alltaf hef­ur verið hægt að koma Prince Polo til lands­ins. En eins og ástandið er í efna­hags­lífi og gjald­eyr­is­mál­um Íslands í dag þá er sá mögu­leiki fyr­ir hendi að Prince Polo... verði ekki fá­an­legt í ein­hvern tíma," seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert