Ganga íslensku síldarinnar hefur lögum verið óútreiknanleg. Í gær voru síldarskip að elta síldina og kasta á hana rétt fyrir utan Súgandisey í Stykkishólmi. Hólmarar gátu með því að ganga upp á Súgandisey fylgst með veiði skipanna 200–300 metrum frá landi. Aldrei fyrr hefur síldin verið í veiðanlegu magni svo nálægt höfninni.
Hér áður fyrr voru það skelveiðibátar sem voru á veiðum á þesum slóðum
Að sögn Sigurðar Bjarnasonar, skipstjóra á Jónu Eðvalds, er mikið að sjá af síld, en hún er stygg og ekki þýðir að eiga við hana þegar dimma fer. Hann á von á því að þegar kólna fer að þá fari síldin að róast og betra verði að eiga við hana.
Það eru fleiri en mennirnir sem sækjast eftir síldinni. Þorskurinn hefur fundið lyktina og er mikil þorskgengd á síldarsvæðunum. Handfærarbátar hafa notfært sér ásatndið og róið til fiskjar. Það er ekki langt að sækja þorskinn og útgerðarkostnaðurinn í lágmarki