Klappað var fyrir Siv Friðleifsdóttir, formanni velferðarráðs Norðurlandaráðs, eftir að hún þakkaði Norðurlandabúum hlýhug í garð Íslendinga á fundi Norðuelandaráðs í Helsingfors í morgun.
„Norðurlöndin hafa rétt okkur hjálparhönd og auk Alþjóða gjaldeyrissjóðsins munu þau aðstoða okkur við að komast í gegn um þær þrengingar sem við stöndum nú frammi fyrir. Við eigum fiskinn, orkuna og vaxandi ferðamannaiðnað. Við eigum ungt menntað fólk og með ykkar aðstoð og samhug munum við ná okkur á strik á ný. Fyrir mig sem mikinn stuðningsmann norræns samstarfs hefur verið mjög gott að finna og upplifa þann mikla stuðning sem okkur er sýndur.”