Sögðust myndu styðja Tryggingasjóð innlána

Íslensk stjórn­völd lýstu því yfir við bresk stjórn­völd í byrj­un mánaðar­ins að þau myndu styðja við Trygg­inga­sjóð inn­lána þannig að hann gæti greitt bresk­um spari­fjár­eig­end­um lág­marks­bæt­ur ef Lands­bank­inn færi í þrot. 

Þetta kem­ur fram í bréfi sem viðskiptaráðuneytið sendi fjár­málaráðuneyti Bret­lands, 5. októ­ber síðastliðinn.

Fjár­málaráðherra Breta, Al­ista­ir Darling, sagði í sam­tali við BBC að morgni 8. októ­ber  að Íslend­ing­ar hygðust ekki standa við skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart inni­stæðueig­end­um Ices­a­ve- reikn­inga Lands­bank­ans í Bretlandi inn­eign­ir sín­ar. Hann hef­ur síðan sagt, að hann hafi kom­ist að þess­ari niður­stöðu eft­ir sam­tal við Árna M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, síðdeg­is 7. októ­ber. 

Útskrift af sam­tali þeirra var birt í Kast­ljósi Sjón­varps­ins í síðustu viku en í því vís­ar Árni nokkr­um sinn­um í bréf sem viðskiptaráðuneytið sendi breska fjár­málaráðuneyt­inu þann 5. októ­ber.

Morg­un­blaðið hef­ur nú und­ir hönd­um af­rit af bréf­inu sem er sent til Cli­ve Maxwell í breska fjár­málaráðuneyt­inu. Vísað er til viðræðna Maxwells við viðskiptaráðuneytið um helg­ina og síðan seg­ir í ís­lenskri þýðingu: Íslensk stjórn­völd munu, ef á þarf að halda, styðja Trygg­inga­sjóð inni­stæðueig­enda til að afla nægra fjár­muna þannig að sjóður­inn geti staðið við lág­marks­bæt­ur fari svo að Lands­banki og úti­bú hans í Bretlandi falli.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert