Rúmlega 70% Íslendinga segjast nú vilja taka upp evru í stað íslensku krónunnar og tæplega 70% vilja að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Fréttablaðið birtir í dag.
Stuðningur við ESB-aðild hefur aukist umtalsvert frá því blaðið spurði síðast um það íf ebrúar. Þá sögðu 55,1% já en 68,8% nú. Í september á síðasta ári sögðust 43,8% vera þeirrar skoðunar að taka eigi upp evru en 72,8% nú.
Fram kemur í blaðinu, að stuðningur við ESB-umsókn er minnstur meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins en mestur meðal kjósenda Samfylkingarinnar. Um 70% þeirra sem ekki gefa upp stuðning við stjórnmálaflokk styðja nú evru og að sótt verði um aðild að ESB.