Undirbúa bílasölu út

mbl.is/Ómar

Hekla hef­ur opnað vefsvæði fyr­ir sölu á bíl­um til út­landa. „Eins og gef­ur að skilja er ekki mik­il sala inn­an­lands í augna­blik­inu,“ seg­ir Sverr­ir Hauks­son, fram­kvæmda­stjóri bíla­sviðs Heklu.

Sverr­ir seg­ir að Hekla hafi opnað vefsvæðið www.nordiccar­sale.is, eft­ir að rætt hafi verið um að fella niður eða lækka vöru­gjöld eða virðis­auka­skatt á út­flutt­um bif­reiðum, en þúsund­ir bif­reiða eru „fast­ar“ hér á landi á að því er virðist dauðum markaði. „Bíl­greina­sam­bandið hef­ur lagt áherslu á þetta en eft­ir minni bestu vit­und eru þessi áform enn ókláruð í fjár­málaráðuneyt­inu,“ seg­ir Sverr­ir.

Útfærsl­an ligg­ur ekki fyr­ir. Annaðhvort verða vöru­gjöld lækkuð eða virðis­auka­skatt­ur. Sverr­ir seg­ir að opn­un vefjar­ins hafi verið liður í því að und­ir­búa fyr­ir­tækið und­ir aukna sölu til út­landa, ef þess­ar hug­mynd­ir verða að veru­leika. Hann seg­ist skynja mik­inn áhuga er­lend­is. Hann nefn­ir sem dæmi að blaðamaður sænska dag­blaðsins Dagens Indus­try hafi haft sam­band við sig og frétt á vefút­gáfu blaðsins hafi birst í kjöl­farið. „Það fóru allt í einu að hrynja inn fyr­ir­spurn­ir frá Svíþjóð. [...] Meðan geng­is­skrán­ing­in er eins og hún er þá er mjög hag­stætt fyr­ir út­lend­inga að kaupa bíla hér á landi,“ bæt­ir hann við.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert