„Var ekki í nokkrum vafa eftir samtalið“

Alistair Darling.
Alistair Darling. Reuters

„Ég var ekki í nokkr­um vafa, eft­ir sam­talið sem ég átti við [ís­lenska] fjár­málaráðherr­ann, og það mátti ráða af sam­tal­inu í heild, ekki bara af hluta þess - að ís­lensk yf­ir­völd myndu ekki geta komið til móts við breska inni­stæðueig­end­ur. Þess vegna varð ég að til­kynna að við mynd­um grípa inn í og gæta hags­muna þeirra,“ sagði Al­ista­ir Darling, fjár­málaráðherra Bret­lands, í sam­tali við bresku sjón­varps­stöðina Chann­el 4 á föstu­dag.

Á fimmt­dags­kvöldið birti Kast­ljós Rík­is­sjón­varps­ins af­rit af sam­tali Darling og Árna M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra, sem fram fór milli ráðherr­anna 7. októ­ber s.l.  Í kjöl­far þess að af­ritið birt­ist í ís­lenska sjón­varp­inu, birtu bresk­ir fjöl­miðlar sam­talið einnig.

Í viðtal­inu við Chann­el 4 ræddi Darling nán­ar um stöðu Breta sem áttu inni­stæður á Ices­a­ve-reikn­ing­um Lands­bank­ans. „Mál­in standa þannig að þeir [Íslend­ing­ar] hafa enn ekki tryggt stöðu breska inni­stæðueig­enda. Ég hef sent tvö teymi á veg­um fjár­málaráðuneyt­is­is til Íslands en ég ótt­ast að enn hafi eki náðst sam­komu­lag um málið.“

Darling sagði jafn­framt að bresk yf­ir­völd ynnu með rík­is­stjórn Íslands og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum (IMF), sem myndu senni­lega þurfa að aðstoða Íslend­inga. Eitt af þeim skil­yrðu sem Bret­ar vildu setja væri að staða bresku spari­fjár­eig­end­anna yrði tryggð. „Ég þurfti því miður ekki að velkj­ast í nein­um vafa um það þegar ég ræddi við þá fyrr í þess­um mánuði um að ekki átti að tryggja hag breskra inni­stæðueig­enda. Til þessa dags hafa ís­lensk stjórn­völd ekki séð til þess að það verði gert.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert