Vilja að einn bankastjóri stjórni Seðlabankanum

Þingmenn Frjálslynda flokksins kynna áherslur sínar í dag.
Þingmenn Frjálslynda flokksins kynna áherslur sínar í dag. mbl.is/Kristinn

Frjálslyndi flokkurinn mun leggja fram frumvarp á Alþingi á morgun um breytingu á lögum um Seðlabankann. Þar verður lagt til að einn bankastjóri stýri bankanum og sá hafi víðtæka þekkingu á fjármálum og efnahagsmálum.

Gert er ráð fyrir því að að nýtt bankaráð verði skipað við gildistöku laganna og nýr seðlabankastjóri verði skipaður.

Flokkurinn mun einnig leggja fram þingsályktunartillögu um innköllun íslenskra aflaheimilda og stofnaður verði sérstakur auðlindasjóður sem leigi út aflaheimildir. Leiga aflaheimilda verði bundin við íslenska ríkisborgara á jafnréttisgrundvelli.

Þá leggur flokkurinn áherslu á að tekið verði upp náið samstarf við Noreg í því sambandi og kannað til hlítar hvort að Ísland og Noregur geti komið sér saman um að hafa sameiginlega mynt og peningamálastefnu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert