Aðeins 10% þeirra, sem tóku afstöðu í könnun gerðri fyrir Stöð 2, sögðust styðja Davíð Oddsson í embætti seðlabankastjóra. 90% svöruðu þessari spurningu hins vegar neitandi.
Fram kom í fréttum Stöðvar 2 að spurt var: Styður þú Davíð Oddsson í embætti seðlabankastjóra?
21% þeirra, sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokkinn, svöruðu þessari spurningu játandi, 3% stuðningsmanna Samfylkingar, 5% framsóknarmanna og 1% stuðningsmanna VG. Enginn þeirra sem sagðist styðja Frjálslynda flokkinn sagðist styðja Davíð.
2000 manns voru í úrtakinu og um átta hundruð svöruðu. Könnunin fór fram í gær.