Alþingi niðurlægt af iðnaðarráðherra

Alþingi var niður­lægt af iðnaðarráðherra, sagði Guðni Ágústs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Alþingi í dag og var ósátt­ur við að fá eng­in svör frá Öss­uri Skarp­héðins­syni um stýri­vaxta­hækk­un­ina. Guðna þótti Össur snúa út úr fyr­ir sér og ekki svara spurn­ing­um um hvernig staðið hafi verið að ákvörðun um stýri­vaxta­hækk­un. Miðað við upp­lýs­ing­ar á opn­um fundi efna­hags- og skatta­nefnd­ar hefði Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn ekki tekið ákvörðun um stýri­vext­ina.


Össur sagði Seðlabanka­stjóra taka ákvörðun um stýri­vexti en Guðni vildi svör um hvort Öss­uri hafi þá ekki verið kunn­ugt um þá fyr­ir­ætl­an. Þótti Guðna Össur engu svara og spurði hvort rík­is­stjórn­in væri kannski klof­in í af­stöðu sinni til stýri­vaxta­hækk­un­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert