ASÍ: Of stórt skref stigið

Gylfi Arinbjörnsson telur að Seðlabankinn hafi stigið of stórt skref.
Gylfi Arinbjörnsson telur að Seðlabankinn hafi stigið of stórt skref.

„Ég óttast að þarna hafi verið stigið of stórt skref," sagði Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ í samtali við mbl.is.„Við vorum búin að búa okkur undir einhverja hækkun á stýrivöxtum en ekki alveg sex prósentum,"  sagði Gylfi um vaxtahækkun þá sem Seðlabankinn tilkynnti í morgun.

„Það er tvennt sem hefur forgang að okkar mati, í fyrsta lagi að ná niður gengisvísitölunni til að styrkja gengi krónunnar til að stöðva verðbólguna, við deilum þeim áhyggjum, en hitt forgangsmálið er að lækka vexti því mjög háir vextir brenna upp eignir bæði heimila og fyrirtækja og slíkt vinnur gegn fjármálastöðuleika," sagði Gylfi í samtali við mbl.is.

Gylfi sagði að svona mikil vaxtahækkun myndi veikja stöðu bankanna einfaldlega sökum þess að fólk lendir í vandræðum með greiðslur.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert