Bretar óttuðust skort á fiski og frönskum

Bresku bankarnir stöðvuðu greiðslur til íslenskra fiskverkenda.
Bresku bankarnir stöðvuðu greiðslur til íslenskra fiskverkenda. mbl.is/ÞÖK

Í vik­unni sem leið sáu bæði bresk­ir fisk­verk­end­ur í Grims­by og Hull og eig­end­ur hefðbund­inna fiski­veit­ingastaða fram á hrá­efn­is­skort ef ekki tæk­ist að koma greiðslum í gegn­um breska banka­kerfið til ís­lenskra út­gerða. Á tíma­bili leit út fyr­ir skort á þjóðarrétti Breta, fisk og frönsk­um á norðan­verðum Bret­lands­eyj­um.

Á frétta­vefn­um FIS­Hup­da­te.com  kem­ur fram að því hafi verið af­stýrt eft­ir að þingmaður Grims­by Aust­in Mitchell gekk í málið og út­skýrði stöðuna fyr­ir Eng­lands­banka.

Ensku bank­arn­ir töldu í kjöl­far þess að Gor­don Brown lét frysta inni­stæður Íslenskra banka á Englandi að ekki væri hægt að eiga viðskipti við ís­lenska banka og ógnaði það viðskipt­um með ís­lensk­an fisk.

Í Grims­by eru um 27 þúsund tonn af ís­lensk­um fiski unn­in á ári hverju og sagði Steve Nort­on fram­kvæmda­stjóri sam­taka fisk­verk­enda í Grims­by sagði í viðtali við BBC að störf fisk­verk­enda og fiski­veit­ingastaðirn­ir sömu­leiðis verið í hættu vegna þess­ara vand­ræða.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert