Dregið úr framkvæmdum við Austurhöfn

Ekki hefur verið gengið frá yfirtöku ríkisins og Reykjavíkurborgar á byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss við Austurhöfnina í Reykjavík. Verið er að leita leiða til að draga úr framkvæmdum á meðan málið er í óvissu.

Eignarhaldsfélagið Portus tók upp viðræður við Austurhöfn-TR um það hvernig ríkið og borgin gætu tekið við framkvæmdum við tónlistarhúsið til þess að koma í veg fyrir að framkvæmdir stöðvuðust. Eigendur Portuss, Landsbankinn og Nýsir, eiga í fjárhagserfiðleikum. Helgi S. Gunnarsson, framkvæmdastjóri Portuss, segir að niðurstaða sé ekki fengin.

Þegar þrengingarnar byrjuðu var samið við aðalverktaka byggingarinnar, ÍAV, um að hætta að vinna á vöktum á nóttunni. Helgi segir að áfram sé leitað leiða til að draga úr framkvæmdum á meðan á þessari óvissu standi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert