Davíð Oddsson var spurður þrisvar um það á blaðamannafundi í Seðlabankanum hvort hann væri sammála því sem Seðlabankastjóri að hækka hér vexti jafn mikið og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn vill.
Í öll þrjú skiptin svaraði Davíð að hann myndi fylgja málinu fast eftir, það væri nauðsynlegt að allir væru að draga vagninn í sömu átt, en lét sína eigin skoðun liggja milli hluta. Hann efast hinsvegar ekki um sjálfstæði Seðlabankans eftir sem áður þótt bæði bankinn og aðrar stofnanir ríkisins þurfi um tíma að skoða ákvarðanir sínar í nýju samhengi.
Seðlabankastjóri telur jafnt og áður að íslenska krónan sé gjaldmiðill til framtíðar.