Færeyingar vilja lána Íslandi

Þinganes, aðsetur færeysku landsstjórnarinnar í Þórshöfn í Færeyjum.
Þinganes, aðsetur færeysku landsstjórnarinnar í Þórshöfn í Færeyjum. mbl.is/Dagur

Fær­eyska lands­stjórn­in hef­ur ákveðið að veita Íslandi 300 millj­óna danskra króna gjald­eyr­is­lán, jafn­v­irði rúm­lega 6,1 millj­arðs ís­lenskra króna. All­ir stjórn­mála­flokk­ar í Fær­eyj­um eru samþykk­ir þess­ari ráðstöf­un.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu frá fær­eysku lög­manns­stof­unni, að á fundi sem full­trú­ar fær­eyskra og ís­lenskra stjórn­valda hafi setið í Hels­inki í Finn­landi í dag, þar sem þing Norður­landaráðs er haldið, hafi verið rætt um erfiða stöðu Íslands og m.a. komið fram að Íslend­inga skorti sár­lega gjald­eyri.

Full­trú­ar fær­eysku lands­stjórn­ar­inn­ar lýstu því yfir, að eft­ir sam­ráð við alla flokka í Fær­eyj­um hefði verið ákveðið að bjóða Íslandi 300 millj­óna danskra króna gjald­eyr­is­lán og yrði upp­hæðin tek­in af inni­stæðu fær­eyska lands­sjóðsins í lands­bank­an­um í Fær­eyj­um.

Málið verður nú lagt fyr­ir fær­eyska Lögþingið sem þarf að samþykkja lán­veit­ing­una. 

Fund­inn í Hels­inki sátu Kaj Leo Johann­esen, lögmaður Fær­eyja, Jørg­in Nicla­sen, ut­an­rík­is­ráðherra Fær­eyja, Jó­ann­es Ei­des­ga­ard, fjár­málaráðherra Fær­eyja, Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra og Árni M. Mat­hiesen, fjár­málaráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert