Fimm unglinganna komnir af gjörgæsludeild

Slökkviliðsmenn að störfum í Grundargerði í gærkvöldi.
Slökkviliðsmenn að störfum í Grundargerði í gærkvöldi. mbl.is/Júlíus

Fimm unglingar af sex, sem slösuðust í gassprengingunni í vinnuskúr í Grundargerði í gær, voru í dag útskrifaðir af gjörgæsludeild Landspítalans og liggja nú á öðrum deildum spítalans.

Að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild var einum pilti haldið eftir á deildinni vegna áverka hans. Mun það skýrast á næsta sólarhring hvernig meiðslin munu þróast. Þrátt fyrir alvarleg brunasár er þó ekki þörf á að hafa sjúklinginn í öndunarvél.

Rannsóknarlögreglumenn eru að grafast fyrir um tildrög slyssins með skýrslutökum yfir unglingunum eftir því sem ástand þeirra leyfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert