Flytja peninga í gegnum bankareikninga í Noregi

Stórþingið í Ósló
Stórþingið í Ósló norden.org/Mikael Risedal

Enn gengur erfiðlega að flytja gjaldeyri til landsins. Til að bregðast við því flytur HB Grandi tekjur sínar inn í gegnum norska banka.

Frá því bankarnir voru ríkisvæddir hefur gengið erfiðlega að koma erlendum gjaldeyri til landsins. Seðlabankinn hefur reynt að liðka fyrir með því að beina greiðslum til og frá Íslandi um eigin reikninga hjá erlendum samstarfsaðilum bankans. Þá hefur hann farið fram á það að seðlabankar annarra ríkja beini þeim tilmælum til viðskiptabanka að greiðslum til Íslands verði miðlað gegnum reikninga Seðlabankans. Það hefur hins vegar ekki skilað sér að fullu og enn gengur mjög erfiðlega að fá greiðslur frá Bretlandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og víðar.

Til að bregðast við þessu hefur HB Grandi tekið upp á því að fá allar sínar tekjur inn á bankareikninga sína í Noregi „Það gekk ekki að fá greitt í Bretlandi þannig að við látum okkar kúnna borga inn á reikninga okkar í Noregi,“ segir Eggert B. Guðmundsson, forstjóri HB Granda. Með þessu móti hafi tekist að fá greitt fyrir vörur fyrirtækisins. „Það tefur þetta aðeins að það þarf að skipta öllum gjaldeyri yfir í norskar krónur og senda þetta til Íslands því ef þetta er sent sem pund þá millilendir þetta í Bretlandi og gæti stoppað þar,“ segir Eggert en er ánægður með að tekjurnar komist á leiðarenda þó í norskum krónum sé: „Við skiptum þeim svo í íslenskar krónur og borgum okkar fólki laun.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert