Gylfi: Skynsamlegt en sérkennilegt

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, segir þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýrivexti um 6 prósentur ekki koma á óvart í ljósi aðstæðna þótt vissulega sé sérkennilegt að Seðlabanki lækki stýrivexti og hækki þá svo aftur nokkrum dögum síðar eins og hér hafi verið gert.

„Þetta gæti bent til þess að tekið hafi verið fram fyrir hendurnar á þeim eða þá að þeir hafi skipt svona harkalega um gír,” segir hann. 

Gylfi sagði í samtali við blaðamann mbl.is í morgun að í ljósi þessa gæti stýrivaxtalækkun bankans um daginn virst hrein fljótfærni. „Við höfum þó í raun ekki forsendur til að meta þær röksemdafærslur sem lágu að baki þeirri ákvörðun þar sem ekki voru færð rök fyrir henni opinberlega,” sagði hann. 

Þá sagði hann aðstæður vera þannig nú að hækkun stýrivaxta virðist skynsamleg. „Verðbólga er allveruleg og við þær aðstæður getur verið varhugavert að hafa stýrivexti undir verðbólgustigi,” sagði hann. „Þetta virðist einnig rökrétt í ljósi þeirra erfiðleika sem við stöndum frammi fyrir varðandi gjaldeyrisöflun. Við slíkar aðstæður eru aðgerðir sem fæla kaupendur frá krónunni það sem við þurfum síst á að halda."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert