Gylfi: Skynsamlegt en sérkennilegt

Gylfi Magnússon
Gylfi Magnússon

Gylfi Magnús­son, dós­ent við Há­skóla Íslands, seg­ir þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýri­vexti um 6 pró­sent­ur ekki koma á óvart í ljósi aðstæðna þótt vissu­lega sé sér­kenni­legt að Seðlabanki lækki stýri­vexti og hækki þá svo aft­ur nokkr­um dög­um síðar eins og hér hafi verið gert.

„Þetta gæti bent til þess að tekið hafi verið fram fyr­ir hend­urn­ar á þeim eða þá að þeir hafi skipt svona harka­lega um gír,” seg­ir hann. 

Gylfi sagði í sam­tali við blaðamann mbl.is í morg­un að í ljósi þessa gæti stýri­vaxta­lækk­un bank­ans um dag­inn virst hrein fljót­færni. „Við höf­um þó í raun ekki for­send­ur til að meta þær rök­semda­færsl­ur sem lágu að baki þeirri ákvörðun þar sem ekki voru færð rök fyr­ir henni op­in­ber­lega,” sagði hann. 

Þá sagði hann aðstæður vera þannig nú að hækk­un stýri­vaxta virðist skyn­sam­leg. „Verðbólga er all­veru­leg og við þær aðstæður get­ur verið var­huga­vert að hafa stýri­vexti und­ir verðbólgu­stigi,” sagði hann. „Þetta virðist einnig rök­rétt í ljósi þeirra erfiðleika sem við stönd­um frammi fyr­ir varðandi gjald­eyrisöfl­un. Við slík­ar aðstæður eru aðgerðir sem fæla kaup­end­ur frá krón­unni það sem við þurf­um síst á að halda."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert