Íslenskur Skandinavi í London

Birgir gagnrýnir dýnamíska tvíeykið Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og Gordon …
Birgir gagnrýnir dýnamíska tvíeykið Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, og Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, í greininni. Reuters

Íslenskur námsmaður í Bretlandi, sem er í mastersnámi í London School of Economics, fann sig tilknúinn að skrifa grein um ástandið Íslandi, sem birtist nýverið í bresku blaði, og viðra rödd venjulegs Íslendings. Námsmaðurinn greinir frá því að hann hafi hikað stundarkorn er hann var spurður hvaðan hann væri. Í stað þess að segjast vera frá Íslandi sagðist hann vera frá Skandinavíu.

„Ég huldi þá staðreynd vísvitandi að ég væri frá Íslandi. Enda, þegar öllu er á botninn hvolft, þá er þetta land sem er fullt af hryðjuverkamönnum,“ segir í grein Birgis Þorgeirssonar sem birtist í blaðinu Beaver, sem er nemendablað skólans.

Þar gagnrýnir Birgir bresk stjórnvöld fyrir sinn þátt í þeirri atburðarrás sem leiddi til falls bankanna. Þá bendir hann á að hinn venjulegi Íslendingur beri enga sök á því ástandi sem hafi skapast. Þá hvetur hann jafnframt fólk til að viðhalda góðu sambandi þjóðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert