Landsbankinn greiðir upp peningamarkaðssjóðina

Aðalbanki Landsbankans.
Aðalbanki Landsbankans.

Landsbankinn ætlar að slíta peningamarkaðssjóðunum sínum í dag. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að greiðsluhlutfallið til viðskiptavina sem áttu fé á sjóðunum verði misjafnt eftir mynt. Frá setxtíu prósentum upp í 74 prósent. Það vildi Sigurður Ó. Hákonarson, framkvæmdastjóri Landsvaka innan Landsbankans, þó ekki staðfesta.

Sigurður sagði hins vegar að greiða ætti úr öllum peningamarkaðssjóðum bankans. Það yrði að öllum líkindum gert á morgun.  Beðið er fréttatilkynningu með nánari upplýsingum frá bankanum. Sjóðsfélagar munu fá inneign sína greidda inn á innlánsreikninga í Landsbankanum.

Samkvæmt upplýsingum frá Kaupþingi er vinna við að gera upp sjóðina þar á lokastigi. Upplýsingar um hvernig greiðslu úr þeim verður háttað berast á allra næstu dögum, jafnvel í dag eða morgun. Búast má við því að hlutfallið verði ekki lægra en hjá Landsbankanum.

Hjá Glitni fengust þær upplýsingar að ekki væri hægt að gefa upp um stöðuna á peniningamarkaðssjóðunum þar fyrr en búið væri að  tilkynna Kauphöll Íslands um niðurstöðuna. Reiknað er með því að það verði í dag eða á morgun. Unnið sé að því öllum árum að klára málið.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert