Mótmæla vaxtahækkun Seðlabankans

Þing­flokk­ur Frjáls­lynda flokks­ins samþykkti í dag álykt­un þar sem  hækk­un stýri­vaxta Seðlabanka Íslands er mót­mælt. Seg­ir þar að brýna nauðsyn beri til að lækka stýri­vexti til þess að vinna gegn at­vinnu­leysi og styrkja grund­völl fram­leiðslu­fyr­ir­tækj­anna.

Með hækk­un stýri­vaxta er unnið gegn fram­fara­sókn og end­ur­reisn ís­lensks at­vinnu­lífs. Þessi stýri­vaxta­hækk­un stuðlar að fjölda­at­vinnu­leysi og veg­ur að hags­mun­um heim­il­anna.  Þing­flokk­ur Frjáls­lynda flokks­ins lýs­ir ábyrgð á hend­ur stjórn­völd­um vegna háska­legr­ar vaxta­stefnu," seg­ir síðan.

Vísað er til þess að seðlabank­ar flestra landa lækki nú stýri­vexti til að efla at­vinnu­starf­semi í lönd­um sín­um. Seg­ir þing­flokk­ur­inn telja þessa stýri­vaxta­hækk­un benda ein­dregið til  þess að ekki sé um mark­vissa heild­ar­stefnu að ræða í efna­hags­mál­um af hálfu stjórn­valda.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert