Neyðaraðstoð fyrir Íslendinga í Óðinsvéum

Frá Óðinsvéum.
Frá Óðinsvéum. mbl.is/GSH

Sérstakri neyðaraðstoð hefur verið komið á laggirnar í Óðinsvéum fyrir Íslendinga sem eiga í örðugleikum vegna fjármálakreppunnar á Íslandi. Aðstoðin er til húsa hjá Hjálpræðishernum í bænum en þar er m.a. hægt að fá gjafakort í matvöruverslanir og jafnvel aðstoð vegna húsaleigu og greiðslu annarra reikinga.

Að sögn Aðalheiðar Úlfarsdóttur, sem er í stjórn Íslendingafélagsins í Óðinsvéum, voru það hin danska Bodil Nörgaard og bæjarstjórnarfulltrúinn Karsten Kjærby sem áttu frumkvæðið að því að koma neyðaraðstoðinni á. „Bodil heyrði af erfiðleikum Íslendinga í útvarpinu og vildi gjarnan koma þeim til hjálpar og hafði samband við okkur. Hún hefur unnið mikið við slíkt hjálparstarf og veit því hvernig hægt er að sækja um styrki og fá aðstoð frá fyrirtækjum og einstaklingum.“

Aðalheiður segir fjölda Dana hafa haft samband í því skyni að leggja sitt af mörkum. „Fólk hringir og vill fá upplýsingar um hvar það getur lagt inn peninga til að aðstoða og einn maður bauð fram herbergi fyrir einstakling eða fjölskyldu sem gæti ekki borgað húsaleiguna. Hann tók m.a.s. fram að það væri pláss fyrir tólf manns í kringum matarborðið sitt svo það ætti að vera nægt rými. Við finnum virkilega fyrir því að Danir hafa mikla samúð með okkur við þessar aðstæður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert