Safna undirskriftum vegna kröfu um kosningar

Frá kjörstað á Ísafirði.
Frá kjörstað á Ísafirði. mbl.is/Halldór

Opnuð hef­ur verið vefsíða þar sem safnað er und­ir­skrift­um þeirra sem vilja krefjast þess að  kosið verði til Alþing­is hið fyrsta. 

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá Ein­ari Berg­mundi Arn­björns­syni að aðstand­end­ur fram­taks­ins telji að á und­an­gengn­um vik­um hafi aðstæður í ís­lensku þjóðlífi breyst svo veru­lega að all­ar for­send­ur sitj­andi Alþing­is séu brostn­ar.

„Það hljóti  því að vera krafa þjóðar­inn­ar að kosið verði að nýju til Alþing­is svo nýtt þing og rík­is­stjórn hafi skýrt umboð til að tak­ast á við upp­bygg­ingu og björg­un heim­ila, fyr­ir­tækja og verðmæta."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert