Safna undirskriftum vegna kröfu um kosningar

Frá kjörstað á Ísafirði.
Frá kjörstað á Ísafirði. mbl.is/Halldór

Opnuð hefur verið vefsíða þar sem safnað er undirskriftum þeirra sem vilja krefjast þess að  kosið verði til Alþingis hið fyrsta. 

Fram kemur í yfirlýsingu frá Einari Bergmundi Arnbjörnssyni að aðstandendur framtaksins telji að á undangengnum vikum hafi aðstæður í íslensku þjóðlífi breyst svo verulega að allar forsendur sitjandi Alþingis séu brostnar.

„Það hljóti  því að vera krafa þjóðarinnar að kosið verði að nýju til Alþingis svo nýtt þing og ríkisstjórn hafi skýrt umboð til að takast á við uppbyggingu og björgun heimila, fyrirtækja og verðmæta."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert