Siðferðileg skylda að hjálpa Íslendingum

Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, og Geir H. Haarde forsætisráðherra, sjást …
Jóannes Eidesgaard, fjármálaráðherra Færeyja, og Geir H. Haarde forsætisráðherra, sjást hér þegar Eidesgaard heimsótti Ísland síðast. Hann var þá lögmaður eyjanna. mbl.is/Brynjar Gauti

Jó­hann­es Ei­des­ga­ard, fjár­málaráðherra Fær­eyja, seg­ir það vera siðferðis­lega skyldu Fær­ey­inga að aðstoða Íslend­inga í fjár­mál­ar­krepp­unni. Hann seg­ir að all­ir stjórn­mála­flokk­ar í land­inu hafi lagt bless­un sína yfir það að veita Íslend­ing­um lán að and­virði 300 millj­ón­ir danskra kr.

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Ei­des­ga­ard að Fær­ey­ing­ar skilji vel hvað Íslend­ing­ar séu að fara í gegn­um. Hann bend­ir á að í upp­hafi tí­unda ára­tug­ar­ins hafi verið bankakreppa í Fær­eyj­um.

„Trú­verðug­leik­inn var eng­inn og við gát­um hvergi fengið lán,“ seg­ir hann. Dönsk stjórn­völd hafi í fram­hald­inu samþykkt að veita Fær­ey­ing­um lán að and­virði 2,7 millj­ón­ir danskra króna. „Það gerði okk­ur kleift að fá lán,“ seg­ir hann og bæt­ir við að upp­hæðin hafi verið sett inn í fær­eyska banka­kerfið.

„Ég hef unnið að þessu í þónokk­urn tíma og ég hef átt í viðræðum við starfs­bræður mína í Reykja­vík,“ seg­ir hann og bæt­ir því við að hann hafi þurft að fá að vita hvort ís­lensk­um stjórn­völd­um hafi lit­ist vel á hug­mynd­ina eður ei.

Mik­il­vægt að geta rétt Íslend­ing­um hjálp­ar­hönd

„Það er afar mik­il­vægt fyr­ir okk­ur að geta rétt Íslend­ing­um hjálp­ar­hönd á þess­um erfiðu tím­um. Við erum næstu ná­grann­ar ykk­ar og það ligg­ur því í aug­um uppi að grípa til þess­ara aðgerða,“ seg­ir Ei­des­ga­ard og bend­ir á að hann hafi rætt um þetta við alla stjórn­mála­flokk­ana í Fær­ey­ing­um og leitað eft­ir samþykki þeirra. „All­ir flokk­arn­ir samþykktu áætl­un­ina. Það er því afar auðvelt fyr­ir mig að koma þessu í fram­kvæmd.“

Ei­des­ga­ard seg­ir að Geir Haar­de, for­sæt­is­ráðherra Íslands, hafi verið djúpt snort­inn þegar Fær­ey­ing­ar buðu fram aðstoð sína í dag.

Jó­hann­es Ei­des­ga­ard seg­ir ljóst að upp­hæðin, 300 millj­ón­ir danskra króna, jafn­v­irði um 6,1 millj­arður ís­lenskra króna, sé ekki nægi­lega há til að koma öllu í lag á Íslandi. Þetta sé hins veg­ar afar há upp­hæð sé horft til stærðar fær­eyska hag­kerf­is­ins.

Aðspurður seg­ir Ei­des­ga­ard að fær­eysk stjórn­völd hafi íhugað málið vel áður en ákvörðunin var tek­in. „Ég vil ekki vera óá­byrg­ur hvað þetta varðar. [...] Ég veit hins veg­ar að við mun­um ein­hvern­tíma fá féð til baka.“

Ekki ligg­ur fyr­ir hvenær Íslend­ing­ar fá lánið, en Ei­des­ga­ard von­ast til að það verði eins fljótt og auðið er. Það eigi eft­ir að ræða málið í smá­atriðum. Spurður um þau skil­yrði sem Fær­ey­ing­ar setji seg­ir Ei­des­ga­ard að hann vilji að Íslend­ing­ar þurfi ekki að greiða vexti af lán­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka