Þú getur!

Geðsjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma og valda þjáningum hjá sjúklingum …
Geðsjúkdómar eru meðal algengustu sjúkdóma og valda þjáningum hjá sjúklingum og álagi á aðstandendur. mbl.is/Golli

Stofnaður hef­ur verið nýr sjóður til styrkt­ar, sem kall­ast ÞÚ GET­UR!, þeim sem eiga við geðræna van­líðan að stríða. Mark­mið sjóðsins eru að styrkja þá til náms sem átt hafa við geðræn veik­indi að stríða, að efla ný­sköp­un og bætta þjón­ustu við geðsjúka á sviði fræðslu og for­varna og að stuðla að umræðu og aðgerðum sem draga úr for­dóm­um í sam­fé­lag­inu.

Fram kem­ur í til­kynn­ingu að um­fjöll­un um geðræna van­líðan og for­dóma sé afar mik­il­væg á tím­um áfalla og álags sem nú séu á Íslandi. Álag­stengda van­líðan megi með ýms­um ráðum bæta og góð meðferðarúr­ræði séu til gegn geðræn­um veik­ind­um. Að auki sé fræðsla og opin umræða mik­il­væg­ir þætt­ir til for­varna.

Geðsjúk­dóm­ar eru meðal al­geng­ustu sjúk­dóma og valda þján­ing­um hjá sjúk­ling­um og álagi á aðstand­end­ur. Þess­ir sjúk­dóm­ar byrja oft í kjöl­far álags og áfalla og geta skert starfs­getu og lífs­gæði. Þrátt fyr­ir mikl­ar fram­far­ir í meðferðarmögu­leik­um og aukna þjón­ustu, fé­lags­leg­an stuðning og end­ur­hæf­ingu, er mik­il þörf fyr­ir frek­ari sér­hæf­ingu og aukna mögu­leika til efl­ing­ar. Alþjóða heil­brigðis­stofn­un­in (WHO) hvet­ur mjög til auk­inn­ar fræðslu fyr­ir sjúk­linga og efl­ingu mennt­un­ar fag­stétta. Mögu­leik­ar á styrkj­um til slíkra mál­efna hafa því miður verið tak­markaðir hér­lend­is fram að þessu.

Þá er fólk hvatt til að taka frá miðviku­dags­kvöldið 12. nóv­em­ber kl. 20, en þá verða haldn­ir styrkt­ar­tón­leik­ar í Há­skóla­bíó þar sem helstu tón­list­ar­menn og skemmtikraft­ar þjóðar­inn­ar koma fram.

Miðar verða seld­ir í versl­un­um LYFJU.

Stofn­andi sjóðsins er Ólaf­ur Þór Ævars­son, dr. med., geðlækn­ir og í stjórn sitja auk hans, Ása Ólafs­dótt­ir hrl., lögmaður, Siv Friðleifs­dótt­ir alþing­ismaður og f.v. heil­brigðisráðherra, sr. Pálmi Matth­ías­son sókn­ar­prest­ur í Bú­staðasókn og dr. Sig­urður Guðmunds­son land­lækn­ir. 

Tekið er við fram­lög­um um heima­banka á reikn­ing í SPRON nr. 1158-26-1300 en kennitala sjóðsins er 621008-0990.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar er að finna hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert