Vilhjálmur: Vaxtahækkunin áfall

Seðlabanki Íslands
Seðlabanki Íslands mbl.is/Ómar

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­líf­is­ins, seg­ir þá ákvörðun Seðlabanka Íslands að hækka stýri­vexti um 6% vera mikið áfall. „Ég er mjög óhress með þetta. Við átt­um von á ein­hverri hækk­un í kjöl­far þess sem fram kom varðandi aðkomu Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðsins en þetta er mun meiri hækk­un en við höfðum reiknað með,” seg­ir hann. 

„Ég tel að þetta verði mjög skaðlegt fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf. Þar sem aðgang­ur að er­lendu fjár­magni er tak­markaður hafa at­vinnu­rek­end­ur hér þurft að treysta á inn­lenda fjár­mögn­un í auknu mæli að und­an­förnu. Þetta ger­ir því allt mun erfiðara,” sagði Vil­hjálm­ur er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag. 

„Það sem skipt­ir mestu máli núna er að fá í gegn þær er­lendu lán­veit­ing­ar, sem unnið er að, þannig að hægt verði að koma með þá pen­inga inn í landið. Það er for­senda þess að gengið geti farið að hækka. Það sem okk­ur vant­ar núna er trú á að krón­an geti hækkað. Það er það sem okk­ur vant­ar en ekki vaxta­hækk­un.”  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert