Árni Johnsen vill færeyska krónu

Þingmenn voru hrærðir yfir vinarþeli og stórhug vinaþjóðar okkar Færeyinga á Alþingi í morgun. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum kom upp og lýsti þakklæti í garð vina okkar og nágranna og löngun til að styðja þá í einu og öllu.  Árni Johnsen Sjálfstæðisflokki gekk þó skrefinu lengra en aðrir  og sagði Færeyinga alla tíð hafa stutt Ísendinga með ráðum og dáð. Þeir væru bestu vinir Íslendinga og kannski einu sönnu vinir þjóðarinnar líka. Þeirra vinátta hefði aldrei verið háð skuldbindingum.  Hann rennir færeysku krónuna hýru auga og sagðist vona að menn færu að beina sjónum að fjölskyldum og fyrirtækjum án þess að góna á glimmerinn í Evrópusambandinu. Hann sagði kannski ekki svo vitlaust að taka upp færeyska krónu í samfloti við Færeyinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert