Beiting hryðjuverkalaga gagnrýnd

mbl.is

Til­lög­ur bresku stjórn­ar­inn­ar um að frysta eig­ur Lands­bank­ans í land­inu til trygg­ing­ar fyr­ir inni­stæðum Breta voru samþykkt­ar í lá­v­arðadeild­inni í gær­kvöldi eft­ir tals­verðar umræður þótt fáir væru í saln­um. Nýr aðstoðarviðskiptaráðherra, Myners lá­v­arður, mælti fyr­ir til­lög­un­um sem þurftu form­legt samþykki beggja deilda þótt aðgerðirn­ar hafi tekið gildi fyr­ir nokkru.

Flest­ir sem tóku til máls vörðu aðgerðir stjórn­valda en gagn­rýndu samt marg­ir að beitt skyldi um­deild­um lög­um sem m.a. bein­ast gegn hryðju­verk­um. Einnig var varpað fram þeirri spurn­ingu hvort farið hefði verið offari gegn Kaupþingi og loks bent á að Íslend­ing­ar rengdu full­yrðing­ar um að þeir hefðu ekki ætlað að standa við laga­leg­ar skuld­bind­ing­ar sín­ar. Sagði einn lá­v­arðanna að Al­ista­ir Darling fjár­málaráðherra stæði nú í „barna­leg­um deil­um við starfs­bróður sinn á Íslandi um það hver hafi sagt hvað og hvenær“.

Myners sagði að enn væri reynt að leysa deil­urn­ar með viðræðum við Íslend­inga. Hann rakti rök stjórn­valda um að ekki hefðu feng­ist full­nægj­andi svör frá ís­lensk­um stjórn­völd­um um að bresk­ar inni­stæður yrðu greidd­ar ekki síður en inni­stæður bank­ans á Íslandi.

Óhjá­kvæmi­legt hefði verið að nota lög sem taka til hryðju­verka og annarra glæpa sem ógnað gætu fjár­hags­leg­um hags­mun­um þjóðar­inn­ar en ráðherr­ann tók skýrt fram að sjálf­um hryðju­verka­ákvæðum þeirra hefði ekki verið beitt. Bret­ar litu alls ekki á ís­lensku þjóðina sem hryðju­verka­menn, þeir væru vinaþjóð sem Bret­ar dáðu og virtu, þrátt fyr­ir þess­ar deil­ur.

„Það var líka nauðsyn­legt að koma í veg fyr­ir að áhrif­in [af yf­ir­vof­andi hruni bank­anna] breidd­ust út í fjár­mála­kerfi Bret­lands...Það get­ur vel verið að þetta hafi ekki verið þokka­fullt en þetta virkaði,“ sagði Myners. Um Kaupþing sagði ráðherr­ann að aðgerðirn­ar gegn þeim banka hefðu byggst á áliti breska fjár­mála­eft­ir­lits­ins sem hefði sagt að bank­inn gæti ekki leng­ur staðið við skuld­bind­ing­ar sín­ar. Myners sagði að breska stjórn­in hefði ekki byggt aðgerðir sín­ar á sam­tali við einn ís­lensk­an ráðherra held­ur „fjölda sam­tala við ráðherra og ýmsa emb­ætt­is­menn“ Íslend­inga.

Noa­kes barónessa, sem er í Íhalds­flokkn­um, gagn­rýndi að um­rædd­um lög­um gegn hryðju­verk­um skyldi beitt. Full­yrt væri nú að Íslend­ing­ar hefðu ætlað að hundsa skuld­bind­ing­ar sín­ar gagn­vart Bret­um. „En ís­lenska rík­is­stjórn­in hef­ur birt texta sím­tals milli breska fjár­málaráðherr­ans og þess ís­lenska sem sýn­ir að þetta virðist ekki vera al­ger­lega satt,“ sagði Noa­kes. Hún spurði hver hefði þá verið grund­völl­ur aðgerðanna og jafn­framt hvort Myners teldi í ljósi þessa að viðeig­andi hefði verið að beita fryst­ing­unni.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka