Ekki benda á mig, segir Samfylkingin

00:00
00:00

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir og Lúðvík Berg­vins­son þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar segja Seðlabank­ann hafa tekið ákvörðun um að hækka stýri­vexti um helm­ing í gær. Bæði Seðlabank­inn og for­sæt­is­ráðherra hafa sagt að vaxta­hækk­un­in væri liður í sam­komu­lagi IMF og stjórn­valda. Þing­menn­irn­ir segja hins­veg­ar ljóst að með því að halda öðru fram sé vegið að sjálf­stæði bank­ans.

Á hinn bóg­inn full­yrti Stein­unn Val­dís að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefði borið ábyrgð á stýri­vaxta­hækk­un­um á síðasta kjör­tíma­bili með vond­um af­leiðing­um fyr­ir efna­hags­lífið.

Bjarni Harðar­son þingmaður Fram­sókn­ar­flokks taldi þetta ekki stór­mann­legt af þing­mönn­um Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og sagði að stjórn­ar­far lands­ins væri komið að mörk­um fá­rán­leik­ans. Það væri kom­inn tími til að Sam­fylk­ing­in áttaði sig á því að hún væri í rík­is­stjórn við erfiðar aðstæður. Það væri mik­il­vægt á slík­um tím­um að ann­ar helm­ing­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar væri ekki að mót­mæla ákvörðunum stjórn­ar­inn­ar á Alþingi og standa fyr­ir mót­mælaaðgerðum á tröpp­um ráðherra­bú­staðar­ins um helg­ar gegn þeirri rík­is­stjórn sem þeir sjálf­ir sitja í.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert