Til greina kemur að endurskoða lög um fæðingarorlof þannig að konur sem fara í tæknifrjógvun geti fengið níu mánaða orlof. Þetta kom fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, þingmanns VG, á Alþingi í dag.
Á síðasta þingi voru samþykkt lög um að einhleypar konur megi fara í tæknifrjógvun og fá þær að hámarki sex mánaða fæðingarorlof. Börn þeirra njóta því einungis samvista við foreldri sitt í sex mánuði en börn sem eiga tvö foreldri í níu mánuði.