Fundað með hagsmunaaðilum vegna taps í peningamarkaðssjóðum

Fundurinn verður haldinn á skrifstofu talsmanns neytenda að Höfðaborg 2. …
Fundurinn verður haldinn á skrifstofu talsmanns neytenda að Höfðaborg 2. hæð, Borgartúni 21 í Reykjavík. mbl.is/Golli

Talsmaður neyt­enda hef­ur ákveðið að bjóða full­trú­um allra hags­munaaðila vegna taps í pen­inga­markaðssjóðum og sam­bæri­leg­um sjóðum til fund­ar kl. 11 mánu­dag­inn 3. nóv­em­ber nk. til skrafs og ráðagerða um rétt­ar­stöðu og hugs­an­leg réttar­úr­ræði - neyt­enda sem annarra.

„Í kjöl­far þess að Lands­bank­inn (NBI hf.) hef­ur ákveðið og til­kynnt út­greiðslu­hlut­fall - tæp 70% - úr pen­inga­markaðssjóði bank­ans hef­ur talsmaður neyt­enda ákveðið að boða til fund­ar meðal stjórn­enda eða lög­lærðra full­trúa helstu hags­munaaðila í því skyni að full­trú­ar tjónþola - neyt­enda sem annarra - geti stillt óform­lega sam­an strengi sína varðandi rétt­ar­stöðu og til­tæk réttar­farsúr­ræði. Þess má vænta að nýju rík­is­bank­arn­ir Glitn­ir og Kaupþing kom­ist fljót­lega að niður­stöðu varðandi út­greiðslu­hlut­fall til sjóðfé­laga - og þar með tap þeirra. Þá ligg­ur ekki fyr­ir með hvaða hætti stjórn­völd muni hugs­an­lega leit­ast við að bæta vænt­an­legt tap í þessu efni,“ seg­ir á heimasíðu tals­manns­ins.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar eru á heimasíðu tals­manns neyt­enda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert