Geir sagður óttast fimm ára bakslag

Geir H. Haarde með Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands.
Geir H. Haarde með Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands. LEHTIKUVA

Haft er eft­ir Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra Íslands, á vef norska blaðsins Af­ten­posten í dag að hann ótt­ist að ís­lenskt efna­hags­líf fari fimm ár aft­ur í tím­ann vegna efna­hagskrepp­unn­ar. Þá seg­ir að hann sé ánægður með þau sam­töl sem hann hafi átt við ráðamenn á Norður­lönd­um þrátt fyr­ir að þau hafi ekki leitt til beinn­ar efna­hagsaðstoðar. 

Tekið er fram að Geir leggi áherslu á að ekki hafi verið til þess ætl­ast að Norður­lönd­in aðstoðuðu Íslend­inga með fjár­fram­lög­um og að höfuðmáli skipti að Íslend­ing­ar finni fyr­ir stuðningi ná­granna sinna og skiln­ingi á því hversu al­var­legt ástandið sé. 

Farið er yfir stöðuna í efna­hags­mál­um Íslend­inga í for­ystugrein á Af­ten­posten og greint frá því að enn hafi ekki verið úti­lokað að Íslend­ing­ar fái lán frá Rúss­um eða Japön­um. Þá seg­ir að ís­lensk yf­ir­völd hafi sætt harðri gagn­rýni fyr­ir skort á eft­ir­liti með hinu skamm­vinna út­rás­ar­æv­in­týri bank­anna og að staðan á Íslandi hafi vakið upp umræður um hætt­una sem fylgi því þegar smæð sam­fé­lags geri það að verk­um að stutt sé á milli ráðandi afla í stjórn­mál­um ann­ars veg­ar og at­vinnu­lífi hins veg­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert