Horfið frá beiðni um loftrýmiseftirlit?

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum kom­in af stað með sparnaðar­nefnd í ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu, með það að mark­miði að skera niður eins og við get­um," seg­ir Ing­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, ut­an­rík­is­ráðherra. Meðal þess sem er til skoðunar í ráðuneyt­inu er hvort hverfa eigi frá beiðni um loft­rýmis­eft­ir­lit við Ísland, en til hef­ur staðið að Bret­ar sinni þessu eft­ir­liti í des­em­ber.

Aðspurð um eft­ir­litið seg­ir ráðherra að hafa verði í huga að það hafi verið að beiðni Íslands að þjóðir Atlants­hafs­banda­lags­ins (NATO) tóku að sér loft­rýmis­eft­ir­lit við Ísland. Loft­rým­is­gæsl­an var samþykkt í júlí 2007 í kjöl­far óska Geirs H. Haar­de for­sæt­is­ráðherra, sem setti beiðnina fram eft­ir brott­hvarf banda­ríska varn­ar­liðsins. Eft­ir­litið fer fram sam­kvæmt ákvörðun NATO og á að vera árs­fjórðungs­lega.

„Það var fyr­ir okk­ur gert, en ekki greiðasemi við NATO-þjóðirn­ar. Við verðum að meta það út frá okk­ar hags­mun­um hvort við telj­um þörf á þessu eða ekki. Ég tel sjálf­gefið að miðað við stöðu mála núna og þá áherslu sem við hljót­um að leggja á efn­hags­leg­ar varn­ir, og þá fjár­muni sem við setj­um í þær, þá séu þess­ar hefðbundnu varn­ir eitt­hvað sem við hljót­um að skoða. Aðrar varn­ir eru í for­gangi núna," seg­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert