Kreppan kom með jólin til Hagkaupa. Gunnar Ingi Sigurðsson framkvæmdastjóri Hagkaupa segir að það hafi verið ákveðið að koma fyrr með skreytingar og jólaskraut til að létta upp á drungann. Það hafi mælst vel fyrir.
Vörur eru að hækka og margir flýta því jólainnkaupum. Neyslumynstrið hefur líka breyst. Slátur selst nú sem aldrei fyrr og heilir lambskrokkar. Það er ólíklegt að framandi dýrategundir verði jafn áberandi í kjötborðum og fyrir síðustu jól.
En kreppan gæti líka stolið jólunum, að minnsta kosti jólakjólunum eða hvað. Gunnar Ingi segist hafa óttast það um tíma það í bili vegna gjaldeyrisskömmtunar en nú hefur hættunni verið bægt frá í bili að minnsta kosti. Meira að segja vinaþjóð okkar Bretar dregst að jólaljósunum í Hagkaupum. Penny og Simon Putnam frá London voru að virða fyrir sér skrautið þegar MBL Sjónvarp náði tali af þeim. Þau segjast hafa verið á leiðinni til landsins áður en Íslendingar urðu heimsfrægir í Bretlandi en hagstætt verðlag hafi flýtt þeim fyrirætlunum. Þau sögðust ekki vera hrædd við að hitta íslenska hryðjuverkamenn.