Ljóst að þyrfti hækka vexti

Það var ljóst að þegar gengið var til samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að hér myndi þurfa að hækka stýrivexti. Þetta sagði Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag en bætti við að komið hefði á óvart að hækkunin hefði þurft að vera svona mikil.

Stjórnarandstöðuþingmenn vildu skýr svör um hvernig staðið hefði verið að ákvörðun um stýrivaxtahækkunina og hvort stjórnarflokkarnir stæðu henni að baki. Stjórnarþingmenn vísuðu til sjálfstæðis Seðlabankans en ekki kom skýrt fram hvort stýrivaxtahækkun væri meðal skilyrða IMF. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert